Færsluflokkur: Bloggar

Enn frá Noregi

Gott kvöld.

 Ýmislegt hefur á dagana drifið. Man Utd hefur keypt fleiri unga og efnilega leikmenn og mæta ennþá sterkari til leiks á komandi tímabil. Ekki fer miklum sögum av Arsenal og Liverpool. Enda ekki við því að búast, svosem.

Charlotte er nú búinn að skrá homeopat fyrirtækið sitt. Nú stöndum við í því að skrá hitt fyrirtækið, þ.e. fyrirtækið sem við ætlum að byggja upp sem keðju, en það fyrirtæki á að heita NaturaMedica. Það fyrirtæki ætlað að bjóða homeópötum, ný útskrifuðum og þeim sem eru starfandi að starfa undir nafninu NaturaMedica. Þeir fá þá ýmiskonar forréttindi eins og tölvuforrit, afslátt af ýmsum rekstrarvörum, og ekki minnst auglýsingu á fyrirtækinu. Hugmyndin er að fólk kaupi ákveðinn grunnpakka og borgi því eftir því. Við stöndum að þessu ein, en höfum góð sambönd við aðila sem kunna þetta út og inn. Ef allt þetta heppnast hjá okkur, þá rekum við kannski Homeopat keðju eftir 10 ár - hver veit...

Friðrik, hvað ertu eiginlega að bulla drengur - ertu fullur?

 

Kveðja frá Noregi.

Hannes


Morgun stund gefur gull í mund

Góðan dag.

Það er snemma morguns. Ró í húsinu. Philip horfir á morgunsjónvarp og ég vinn svolítið í tölvunni áður en við förum á stað í skóla og vinnu. Mæja og Jakob eru í Nittedal.

Mér finnst gott að fara snemma á fætur, allt er svo rólegt á árla dags. Daglega stressið er ennþá langt undan. Morguninn er eins konar frímintur áður en stressið byrjar.

Annars hafa frændur og vinir verið að skamma mig fyrir stafsetningu mína. Já, þið hafið líklega rétt. Ég viðurkenni gjarnan að stafsetning fannst mér alveg með eindæmum leiðinlegt fag og var hvað lélegastur þegar greina átti á milli i og y. En það pirrar mig ekki neitt. En það er nú svo Rúnar, ég á engin tún til að bera á, þannig að ég vel það næst besta sem er að sletta y-um út um allt.

Guðmundur Sigmarsson vonar að Jakob fái ekki sömu knattspyrnuhæfileika og ég bý yfir. Það skil ég svosem vel, þar sem við lentum yfirleitt í sitt hvoru liðinu og ég tók hann alltaf í nefið. Hann varð alltaf jafn sár yfir því.

Ég læt fylgja með morgun vísu sem kom í hug mér fyrir mörgum árum.

Drottinn vakir dalnum ofar

nóttin hopar dagar senn.

Sálin hvíld þá svefninn rofar

sæludagur upp nú renn.

 

Kveðja frá Noregi


24. maí 2007

Góðan dag.

 Það er að verða mánuður síðan ég lét heyra frá mér seinast. það þýðir hins vegar ekki að það gerist ekkert hér í Noregi. Það er nú öðru heldur, bæði Bill Clinton og Kofi Annan hafa nýverið í heimsókn í Ósló. Voru að ræða umhverfismálin held ég.

Charlotte er nú búinn með prófið sem hún kveið svo fyrir, og nú er hún orðinn löggildur Hómopat. Ég er ekkert smá stoltur af henni, hún hefur staðið sig eins og kvennskörungur á landnámstíð. Þá erum við að ýhuga stofnun hómopat fyritækis. Hugmyndin er að þróa einskonar keðju, þar sem aðrir hómopatar geta "leigt" nafnið á fyritækinu og þannig standa allir sterkara hvað varðar markaðsetningu. Stofnum vonandi fyrirtækið áður en við komum til Íslands, en allt annað verður að bíða haustsins.

Börnin stækka og dafna. Emílía hleypur nú um allt (er vel á eftir frænku sinni í Þingeyjarsýslu) og rífur alla geysladiska og bækur úr öllum hyllum. Auðvitað við gífurlegar vinsældir foreldra sinna. Philip er farinn að ganga heim úr skólanum að loknum skóladegi, er ansi montinn yfir því. Mæja þrífst vel í leikskólanum, og þegar hún er hjá okkur þá er hún sko algjör hænumamma við Emilíu. Jakob æfir fótbolta á fullu, og það lítur út fyrir að hann hafi erft hæfileika föður síns, og jafnvel tileinkað sér tækni í þokkabót. Liðið hans spilar í rauðum búningum, og hann tekur ekki annað til máls en að spila í Manchester United búningnum sínum þegar þeir spila leiki. Það þykir mér hið besta mál. Uppeldið virðist skila sér á einhverjum sviðum.

Við hlökkum mikið til sumarsins. Charlotte er búinn að panta kjól, en ég passa ekki í nein föt vegna fitu. Ætli ég verið bara ekki í gömlum bol og stuttbuksum. Er svosem ekki búinn að bera það undir Charlotte ennþá, ætla að taka það upp í byrjun ágústs, þá reikna ég með að tíminn vinni með mér (og orðið allt of seint að setja mig í megrun).

Ég hef í hyggju að vera duglegri við skrif á næstunni, sjáum til hvað ég endsist til.

 

Kveðja frá Noregi

Hannes


25. apríl 2007

Góðan dag, á þessum drottins degi.

25. april hefur lengi verið merkis dagur í lífi mínu, og verður það líklega eitthvað áfram. Á þessum drottins degi fæddist ég fyrir 36 árum. Ekki fer nú svosem mörgum sögum af mér, hvorki fyrr né síðar, og hlýt ég að túlka það þannig að ég sé fremur hlédrægur og hógvær persóna. Það að Ragnar bróðir, sjái helst að ég líkist Andrési og Jónasi nágrana hans, lít ég þannig á að hann reyni að beina athyglini frá sjálfum sér. Eða hvar Ragnar?

Hvað 25. apríl varðar þá man ég einstaklega eftir einum afmælisdegi mínum. Ekki man ég þó hversu gamall ér var, sennilega hef ég verið 5, 6 eða kannski 7 ára. Það var morgun, Leifi var var kominn inn úr fjósinu og var að drekka kaffi. Líklega var klukkan eitthvað á ellefta tímann. Það var sól úti, ég hafði fengið forlátar flautu í bandi í afmælisgjöf. Hún var þannig gerð að það var þráður bundin í hana, og þegar ég hélt í þráðinn og sveiflaði flautunni kringum mig, myndaðist einstaklega fallegur fuglasöngur. Ég stökk straks á stað, suður í garð, þar sem skógarþrestirnir sungu sínum fagrasta róm, uppteknir við að undirbúa hreiður sitt, sem þeir höfðu ávalt í grenitréinu góða. Þar stóð ég í alsæli, í svörtu peysunni minni, sem veitti vorsólinni aukinn styrk, sveiflandi flautunni góðu. Ég og skógarþrestirnir mynduðu þar ágætis kór vorfugla og buðum vorið velkomið. Minningin yljar, en þó ekki svo mikið sem sólin og þessi einstaka stund veitti.

í nútíma þjóðfélagi, þegar börn eiga afmæli, og yfir þau er ausið leikföngum og dóti, þá hugsa ég oft til skógarþrastanna, vorsólarinnar og flautunnar minnar. Hamingju er ekki hægt að kaupa, hamingja felst ekki í leikföngum og dóti, né koma úr handriða kapítalismans. Hamingju er aðeins að finna í augnarblikum sem eftirláta sig minningar sem ylja um ókominn ár.

Það er einkum á þessum drottins degi, þann 25. apríl, að ég hugsa sérstaklega til fjölskyldu minnar, bæði nánustu fjölskyldu og stór fjölskyldu,  uppvakstarára í Eyhildarholti, og allra þeirra sem hafa unnið til þess að gera líf mitt ríkara en það hefði ella verið. Það er á þessum degi, og ég sé það alltaf betur og betur, að í stað þess að fá heillaóskir og gjafir á afmæli mínu, þá langar mig meira að gera afmælisdaga mína til einhvers annars. Ég óska þess að gera afmælisdaga mína að þakkardegi til alls þess góða fólks sem hefur hjálpað mér og leiðbeint gegnum árin, sem hefur gert mér það mögulegt að vera sá sem ég er í dag. Í stað þess að þiggja hamingjuóskir, vil ég lúta í lotningu og þökk fyrir öllu góðu fólki sem hefur gert mér greiða á þessum 36 árum sem ég hef lifað.

Ég þakka ykkur að alhug, og minnist ykkar sérstaklega á þessum degi, bæið þeirra sem lifa í þessum heimi og hinum næsta.

Kveðja frá Noregi

Hannes


Það er líf í bænum

Gott kvöld.

Það er líf í bænum, þó lengi sé liðið síðan ég skrifaði síðast. Lífið hér í Mofaret gengur sinn vana gang. Ég og Charlotte erum upptekin við daglegar sýslur, mikið að gera hjá okkur báðum. Þar með æða dagarnir áfram á ógnar hraða. Og þar sem ég er ekki í fæðingarorðlofi eins og Ragnar bróðir minn, þá skrifa ég ekki eins mikið og hann, eðlilega. Þegar ég hugsa um það, þá man ég að ég hef aldrei fengið fæðingarorðlof, þó ég eigi öll þessi ósköp af börnum.

Páskafríið hófs formlega í dag. Það þýðir samt ekki að ég fari í frí. Ég þarf að skila af mér korti af aðalskipulagi í sveitarfélaginu Engerdal snemma á þriðjudagsmorgun. Það er alveg hrúga sem ég á eftir að vinna í kortinu, þá verð ég eitthvað að sýsla í þessu alla páskana.

Mæja og Jakob eru í Nittedal þessa páskana. Þau voru hér seinustu helgi og verða hjá okkur næstu helgi. Ég hlakka til.

Mamma gamla var í fermingarveislu á pálmasunnudag í Höfðaborg. Á leið inn í salinn, dratt hún beint á hausinn og lítur nú út eins og einn af Bjarnarbófunum frá Andrésar andar blöðunum (segja sögusagnir úr Húnavatnssýslu). Hún hefur sennilega samt sloppið vel, því höggið var það mikið að tennur brotnuðu og hún er mikið marin í andlitinu. Alveg er það samt dæmigert fyrir hana að meiða sig einmitt þegar hún er í fríi frá vinnu, þannig að hún tapi aldrei úr vinnu, sama hvað gangi á.

Nóg í bili.

Kveðja frá Noregi

Hannes


Gott kvöld

Já, hvað er að gerast. Karlinn farin að blogga að kvöldlagi. Nei það er ekkert alvarlegt, en Ragnar bróðir minn spurði um netfangið mitt, en það er;

hannes@gisplan.no

Ég sá að minn góði vinur, Friðrik Þór í kvað sig vera fallegan. Maðurinn hlýtur að fara mannvilt. Hann hefur líklega litið á mynd af mér og haldið að hann væri að horfa í spegil Grin Ekki get ég heldur skilið sögusagnir hans um Mac Donald ferðir okkar, man hreinlega ekkert eftir þessu atviki, er þó minnugur. Svona þrátt fyrir það, þá hefur nótturlega maðurinn átt skilið að fá fjúkyrði ef hann gat ekki tilreytt hamborgara án grænna hrylliefna. Því þar hefur Ragnar bróðir rétt fyrir sér, góður hamborgari stendur af brauði og miklu kjöti!

Góð nótt

Hannes


Charlotte í prófum

Góðan dag.

Charlotte er í prófum. Í dag er annað prófið hennar á þremur dögum. Það fyrsta gekk þokkalega, um það seinna sem var í dag ríkir óvissa um hennar árangur. það er ekki mikið sem maður tileinkar sér á tveimur dögum. Þó svo ég og Örvar Brjánn hafi náð góðum árangri í landafræðinni með þvílíkum lestri, þá er ekki allra færi.

Til dæmis hún Guðrún systir mín, hún fer alveg í kerfi ef hún les ekki í tvo mánuði fyrir próf. Þess skal reyndar getið að hún fer líka alveg í kerfi ef öllu meðlæti með hamborgara ekki er raðað í rétta röð. Það var einhvertímann um daginn þegar hún var hér, við sátum og gæddum okkur á hamborgurum. Hún var búinn að eyða miklum tíma að raða meðlæti inn í hamborgarabrauðið, með mikilli nákvmæni og natni, sem henni er einni lagði. Allt í einu stekk ég til, gríp gaffal og hræri öllu draslinu í hamborgarabrauðinu saman í eina hrúgu. Blessað barnið fór næstum að gráta. Sem betur fer sat hún fastklemt milli borðs og veggjar þannig að hún kom sér ekki laus til að berja á mér. Þette er líklega Bjarnastaðar húmorinn sem brýst fram, sem einskonar stundarbrjálæði.

Nú þarf ég að fara ná í Charlotte niður á lestarstöð.

Kveðja frá Noregi.

Hannes


Ljómandi veður í dag.

Góðan daginn.

Sól og blíða, með smá norðan andvara. Það tekur lítið, það er engin hláka úti. Hér verður aldrei nein hláka eins og við þekkjum frá Íslandi. Hér er ekkert veður, það finnst að minnsta kosti mér sem Íslending. Samt væla Normenn ef það blæs smá.

Það kom fram spurning hvenær við værum á ferðinni í sumar. Hér með er það staðfest að ég, Charlotte, Philip og Emilía lendum í Keflavík þann 12. júlí. Þann 27. júlí fer ég aftur til Noregs, næ í Jakob og Mæju. Þann 29. júlí komum við aftur til Íslands, þ.e. ég, Jakob og María. Öll fjölskyldan fer svo aftur til Noregs þann 17. ágúst. Með öðrum orðum þá verður þetta smá stopp þetta árið. Börnin hlakka mikið til, og ég ennþá meira. Við reiknum með að hafa höfuðstöðvar á Bjarnastöðum enda nóg í að snúast. Brúðkaupsundirbúningur þar sem Charlotte stýrir skútunni, og svo held ég áfram í jarðvegsskiptum kringum húsið, og kannski gefst tími til að rétta af einhver gólf í húsinu.

Það væri gaman að hafa nokkra barnahesta í hlaðinu þennan tíma sem við verðum á Bjarnastöðum. Mig langar til að kenna börnunum að umgangast dýr og ríða út. Ef einhver sem les þetta blogg, og veit um einhverja klára sem hægt væri að fá í hagagöngu í 5 vikur, þá endilega upplýsið mig um það. Það væri svo auðvitað draumur að ríða yfir í Holt og svo fram Borgareyju, það er allt of langt síðan leiðir lágu þar um.

Brúðkaup já. Eins og flestir vita þá giftum við Charlotte okkur í sumar. Boðskort til Normanna eru send, og flest allir búnir að gefa svar. Boðskort til Íslendinga eru í vinnslu og verða send út í apríl ef að líkum lætur. Allur þungi af undirbúningnum verður í sumar, þegar við komum heim í Blönduhlíðina. Við erum ennþá að bræða með okkur hvort við eigum að fá kokk til að útbúa matinn eða ekki. Engu að síður þá þurfum við að fá fólk í eldhúsið. Ef einhver veit um fólk sem tekur svona lagað að sér, þá er allt í lagi að senda okkur línu.

Nóg í bili. 

Kveðja frá Noregi

Hannes


Vor í lofti

Góðan daginn.

Það er rétt hjá Ragnari bróður mínum, þetta er ekki síða sem er uppfærð á hverjum degi. Enda er ég svo sem ekki þektur fyrir að vera sí kjaftandi ef ég hef ekker að segja Joyful Það koma varla athugasemdir út á þessa alhæfingu....

Það er vor í lofti hér á Østlandet. Síðustu tvær vikurnar hefur verið allt upp í 10 stiga hiti yfir hádaginn. Snjór er allur á undanhaldi, fuglarnir farnir að kvaka og dagarnir langir. Yndislegur tími. Vorið er reyndar á fyrri ferðinni hér en í fyrra. Þá hvarf seinasti skaflinn úr garðinum um miðjan maí.

Það er reynar ekki bara birtan sem er löng þessa dagana, vinnudagarnir líka, hvort heldur sem er hjá mér eða Charlotte. Hún berst áfram eins og skörungur við lesturinn, þó Emilía gefi henni heldur lítinn frið á daginn. Ég geri som mitt besta þegar ég kem heim svo hún nái að lesa eitthvað. Hún stefnir á að fara í tvö próf, þann 20. og 22. mars. Ég er alveg handviss um að hún rúllar þessum prófum upp.

Vinna mín gengur sinn sama gang. Yfirmaður minn var hins vegar ekki alveg ánægður með mig í seinustu viku, þegar ég afhenti honum tímalistana mína frá nóvember til og með febrúar. Honum fannst ég vinna alt of mikið og brjóta þær reglur sem gilda í sveitarfélaginu. Ég var kominn í 70 yfirvinnutíma sem ég hafði hugsað mér að taka út sem frí, því það er ekki um að tala að fá yfirvinnu borgaða í sveitarfélögunum. Sparnaðaraðgerðir með öðrum orðum.  Áfram er því þannig varið að maður má ekki færa meira en 30 tíma yfir á næsta mánuð, ef maður hefur unnið t.d. 40 yfirvinnutíma í einum mánuði, þá hverfa bara 10 tímar og 30 eru yfirfærðir. Ég sagði honum að þetta þætti nú ekki mikið mál á Íslandi, þar sem hverdagshetjurnar væru margar. Veit ekki hvernig þetta mál alt endar, svo gæti farið að ég missti 40 tíma, það skiptir engu. Ég fer ekki í fýlu út af því.

 Sá að bæði yngri systkini mín hafa skrifað í gestabókina og eru með einverjar glósur. Er nokkuð viss um að Bjarni og Salbjörg hafi klikkað illilega á uppeldinu á báðum yngstu börnum sínum. Líklega orðið allt of seint að vinna í þeim málum nú. Einnig skráðu þeir góðu garpar Guðmundur og Friðrik nöfn sín í gestabókina. Það þótti mér vænt um, þeir eru bestu skinn greyin. Þeir geta svo sem ekkert af því gert þó hálf undarlegir séu, annar er Aðaldælingur og hinn er Reykdælingur, með öðrum orðum, Þingeyingar.

Vonandi hitti ég þá báða í sumar, og við getum sets niður í ró og næði og rætt farinn veg.

Nóg að sinni.

Kveðja frá Noregi

Hannes


Á dagana hefur drifið....

Góðan dag.

Það er orðin stund síðan ég lét frá mér heyra. Það er eingöngu vegan anna og ekki leti, bara svo það sé sagt.

Það er gífurlega mikið að gera þessa dagana, og allt of mikil heimavinna eiginlega. Í vinnunni erum við að heimsækja fyrirtæki sem hafa gefið tilboð í útboðinu. Á fimmtudaginn var ég í Bergen, tók flug frá Ósló rúmlega 7 og kom heim aftur um kvöldið. Það var vor í Bergen, 5 stiga hiti, enginn snjór, logn og sól. Gott að komast aðeins úr snjónum hér í Ósló.

Daginn áður, þ.e. miðvikudag, tók ég frí frá föstu vinnunni og vann í staðinn við GisPlan (fyrirtækið mitt). Þá fór ég ásamt arkitekt sem ég vinn mikið fyrir til sveitarfélags sem heitir Engerdal kommune. Það er 3,5 tíma keyrsal til Engerdal, þannig að við lögðum af stað um 6 leitið, vorum þar allan daginn og komum heim seint um kvöldið. Við erum að vinna að Aðalskipulagi fyrir sveitarfélagið, þar sem ég sé um öll skipulagskortin. Nú verð ég að vinna mikið heima næstu 3 vikurnar til að klára öll kortin sem við stefnum á að skila af okkur í lok mars. Þannig að allar helgar og kvöld eru orðin skipulögð næsta mánuðinn.

Veðrið já, í dag er skýjað og úrkoma í lofti, 2 stiga hiti, logn. Allt er grátt og leiðinlegt, samt finnst manni það vera vor í lofti.

Charlotte er í skólanum þessa helgi. Held reynar hana hafi langað að vera heima í dag, en hún lét sig hafa það. Eftir þessa helgi eru ekki meira en 2 skólahelgar eftir hjá henni. En nú verður hún að leggjast í lestur þar sem mars prófin hennar nálgast ískyggilega.

Emilía sefur, Philip er uppi að leika sér. Jakob og Mæja, sem eiginlega eiga að vera hér um helgina eru hjá móður sinni. Við ákváðum að skifta á helgum af því að Jakob var skorinn upp vegna kviðslits í gær. Það er rólegra hjá honum í Nittedal en hér, af því að hann og Philip eru býsna miklir rollingar.

Ég tók lest og strætisvagn til sjúkrahússins í gær (því Charlotta þurfti bílinn í skólann), til sjúkrahússins. Þar biðu Jakob og móðir hans. Eftir svolitla bið, kom svo að því að hann fékk einhverskonar kæruleisis drykk, þannig að hann varð nánast fullur, og svo var honum keyrt að skurðarstofunni. Þar var hann látinn anda að sér lystgasi, sem svæfir fólk, þannigð að það væri vandræalaust að setja nál í æð og gefa honum þannig almennilega svæfingu. Svo tók við bið, og þegar hann fór að rumska eftir svæfinguna fengu við að koma til hans aftur. Reyndar svaf hann ekki nógu lengi, því að því lengur sem börnin sofa þeim mun hressari eru það þegar þau vakkna. Strákurinn var frekar slappur og aumur þegar hann vakknaði. Held hann hafi spurt 100 sinnum um það hvort honum mundi líða betur á morgun. Eftir 3 tíma bið, þá var hann orðinn svo hress að fékk að fara heim. Ég sat aftur í bílnum hjá honum upp í Nittdal, ef hann skyldi þurfa að kasta upp, sem hann auðvitað þurfti. Síðan tók ég strætisvagn frá Nittedal og niður til Óslóar og þvínæst lest upp til Dal. Gunna hafði brugðið sér frá Ási og til Dal, til að passa Emilíu og Philip því Charlotte var í skólanum. Takk fyrir pössunina Guðrún. Hún fór svo heim seinnipartinn í gærkvöldi, til að fara á fyllerý held ég. Seljið það samt ekki dýrara en þið keyptuð!

Jæja, ég verð líklega að fara að vinna svolítið í GisPlan.

Kveðja frá Noregi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband