Vor í lofti

Góðan daginn.

Það er rétt hjá Ragnari bróður mínum, þetta er ekki síða sem er uppfærð á hverjum degi. Enda er ég svo sem ekki þektur fyrir að vera sí kjaftandi ef ég hef ekker að segja Joyful Það koma varla athugasemdir út á þessa alhæfingu....

Það er vor í lofti hér á Østlandet. Síðustu tvær vikurnar hefur verið allt upp í 10 stiga hiti yfir hádaginn. Snjór er allur á undanhaldi, fuglarnir farnir að kvaka og dagarnir langir. Yndislegur tími. Vorið er reyndar á fyrri ferðinni hér en í fyrra. Þá hvarf seinasti skaflinn úr garðinum um miðjan maí.

Það er reynar ekki bara birtan sem er löng þessa dagana, vinnudagarnir líka, hvort heldur sem er hjá mér eða Charlotte. Hún berst áfram eins og skörungur við lesturinn, þó Emilía gefi henni heldur lítinn frið á daginn. Ég geri som mitt besta þegar ég kem heim svo hún nái að lesa eitthvað. Hún stefnir á að fara í tvö próf, þann 20. og 22. mars. Ég er alveg handviss um að hún rúllar þessum prófum upp.

Vinna mín gengur sinn sama gang. Yfirmaður minn var hins vegar ekki alveg ánægður með mig í seinustu viku, þegar ég afhenti honum tímalistana mína frá nóvember til og með febrúar. Honum fannst ég vinna alt of mikið og brjóta þær reglur sem gilda í sveitarfélaginu. Ég var kominn í 70 yfirvinnutíma sem ég hafði hugsað mér að taka út sem frí, því það er ekki um að tala að fá yfirvinnu borgaða í sveitarfélögunum. Sparnaðaraðgerðir með öðrum orðum.  Áfram er því þannig varið að maður má ekki færa meira en 30 tíma yfir á næsta mánuð, ef maður hefur unnið t.d. 40 yfirvinnutíma í einum mánuði, þá hverfa bara 10 tímar og 30 eru yfirfærðir. Ég sagði honum að þetta þætti nú ekki mikið mál á Íslandi, þar sem hverdagshetjurnar væru margar. Veit ekki hvernig þetta mál alt endar, svo gæti farið að ég missti 40 tíma, það skiptir engu. Ég fer ekki í fýlu út af því.

 Sá að bæði yngri systkini mín hafa skrifað í gestabókina og eru með einverjar glósur. Er nokkuð viss um að Bjarni og Salbjörg hafi klikkað illilega á uppeldinu á báðum yngstu börnum sínum. Líklega orðið allt of seint að vinna í þeim málum nú. Einnig skráðu þeir góðu garpar Guðmundur og Friðrik nöfn sín í gestabókina. Það þótti mér vænt um, þeir eru bestu skinn greyin. Þeir geta svo sem ekkert af því gert þó hálf undarlegir séu, annar er Aðaldælingur og hinn er Reykdælingur, með öðrum orðum, Þingeyingar.

Vonandi hitti ég þá báða í sumar, og við getum sets niður í ró og næði og rætt farinn veg.

Nóg að sinni.

Kveðja frá Noregi

Hannes


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjarnason

og alltaf sama vesenið á þeim

Ragnar Bjarnason, 16.3.2007 kl. 20:10

2 identicon

Ég vil nú reyndar halda því fram að uppeldið hjá þeim gömlu hafi ekki heppnast fyrr en í fimmtu og síðustu tilraun...  En hvort það fór þá stigbatnandi frá fyrsta til fimmta er aftur allt annað mál... Kveðja, Gunna.

Gunna (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 19:04

3 identicon

Gaman að rekast á gamla félaga á netinu. Bestu kveðjur úr Skagafirðinum

Klara Helgadóttir (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 20:35

4 identicon

Hannes minn innst inni finnst þér þingeyingar bestir þú varst eins og blóðsuga í þingeyjarsýslunni í mörg ár. og ef þú hefðir ekki hitt okkur þá væri þú dauður fyrir löngu.

ertu búinn að plana íslandsreisu ??

 kveðja úr hlíðinni

fritz

fritz (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband