Morgun stund gefur gull í mund

Góðan dag.

Það er snemma morguns. Ró í húsinu. Philip horfir á morgunsjónvarp og ég vinn svolítið í tölvunni áður en við förum á stað í skóla og vinnu. Mæja og Jakob eru í Nittedal.

Mér finnst gott að fara snemma á fætur, allt er svo rólegt á árla dags. Daglega stressið er ennþá langt undan. Morguninn er eins konar frímintur áður en stressið byrjar.

Annars hafa frændur og vinir verið að skamma mig fyrir stafsetningu mína. Já, þið hafið líklega rétt. Ég viðurkenni gjarnan að stafsetning fannst mér alveg með eindæmum leiðinlegt fag og var hvað lélegastur þegar greina átti á milli i og y. En það pirrar mig ekki neitt. En það er nú svo Rúnar, ég á engin tún til að bera á, þannig að ég vel það næst besta sem er að sletta y-um út um allt.

Guðmundur Sigmarsson vonar að Jakob fái ekki sömu knattspyrnuhæfileika og ég bý yfir. Það skil ég svosem vel, þar sem við lentum yfirleitt í sitt hvoru liðinu og ég tók hann alltaf í nefið. Hann varð alltaf jafn sár yfir því.

Ég læt fylgja með morgun vísu sem kom í hug mér fyrir mörgum árum.

Drottinn vakir dalnum ofar

nóttin hopar dagar senn.

Sálin hvíld þá svefninn rofar

sæludagur upp nú renn.

 

Kveðja frá Noregi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir verið vinir

ég skal viðkenna það að það er rólegt þarna hjá þér á morgnana og fínt að spá í dagsins spuna.

Hannes þarft þú að leggja saman þessa í þessari ruslvörn eða sleppur þú með skrekkinn. Enda hefðir þú átt í erfiðleikum með að commetta hjá fólki.

Eigum við ekki að grípa í "Partý og co " þegar þú kemur í fjörðínn. Ég er viss um að það er hægt að  hlæja af þér í því.

kveðja

fritz

Friðrik Þór (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband