25. apríl 2007

Góðan dag, á þessum drottins degi.

25. april hefur lengi verið merkis dagur í lífi mínu, og verður það líklega eitthvað áfram. Á þessum drottins degi fæddist ég fyrir 36 árum. Ekki fer nú svosem mörgum sögum af mér, hvorki fyrr né síðar, og hlýt ég að túlka það þannig að ég sé fremur hlédrægur og hógvær persóna. Það að Ragnar bróðir, sjái helst að ég líkist Andrési og Jónasi nágrana hans, lít ég þannig á að hann reyni að beina athyglini frá sjálfum sér. Eða hvar Ragnar?

Hvað 25. apríl varðar þá man ég einstaklega eftir einum afmælisdegi mínum. Ekki man ég þó hversu gamall ér var, sennilega hef ég verið 5, 6 eða kannski 7 ára. Það var morgun, Leifi var var kominn inn úr fjósinu og var að drekka kaffi. Líklega var klukkan eitthvað á ellefta tímann. Það var sól úti, ég hafði fengið forlátar flautu í bandi í afmælisgjöf. Hún var þannig gerð að það var þráður bundin í hana, og þegar ég hélt í þráðinn og sveiflaði flautunni kringum mig, myndaðist einstaklega fallegur fuglasöngur. Ég stökk straks á stað, suður í garð, þar sem skógarþrestirnir sungu sínum fagrasta róm, uppteknir við að undirbúa hreiður sitt, sem þeir höfðu ávalt í grenitréinu góða. Þar stóð ég í alsæli, í svörtu peysunni minni, sem veitti vorsólinni aukinn styrk, sveiflandi flautunni góðu. Ég og skógarþrestirnir mynduðu þar ágætis kór vorfugla og buðum vorið velkomið. Minningin yljar, en þó ekki svo mikið sem sólin og þessi einstaka stund veitti.

í nútíma þjóðfélagi, þegar börn eiga afmæli, og yfir þau er ausið leikföngum og dóti, þá hugsa ég oft til skógarþrastanna, vorsólarinnar og flautunnar minnar. Hamingju er ekki hægt að kaupa, hamingja felst ekki í leikföngum og dóti, né koma úr handriða kapítalismans. Hamingju er aðeins að finna í augnarblikum sem eftirláta sig minningar sem ylja um ókominn ár.

Það er einkum á þessum drottins degi, þann 25. apríl, að ég hugsa sérstaklega til fjölskyldu minnar, bæði nánustu fjölskyldu og stór fjölskyldu,  uppvakstarára í Eyhildarholti, og allra þeirra sem hafa unnið til þess að gera líf mitt ríkara en það hefði ella verið. Það er á þessum degi, og ég sé það alltaf betur og betur, að í stað þess að fá heillaóskir og gjafir á afmæli mínu, þá langar mig meira að gera afmælisdaga mína til einhvers annars. Ég óska þess að gera afmælisdaga mína að þakkardegi til alls þess góða fólks sem hefur hjálpað mér og leiðbeint gegnum árin, sem hefur gert mér það mögulegt að vera sá sem ég er í dag. Í stað þess að þiggja hamingjuóskir, vil ég lúta í lotningu og þökk fyrir öllu góðu fólki sem hefur gert mér greiða á þessum 36 árum sem ég hef lifað.

Ég þakka ykkur að alhug, og minnist ykkar sérstaklega á þessum degi, bæið þeirra sem lifa í þessum heimi og hinum næsta.

Kveðja frá Noregi

Hannes


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fallega skrifað bróðir sæll... Og enn og aftur til lukku með daginn!!! Vonandi hefurðu átt sem bestan dag og átt það áfram...

Kær kveðja frá Ási, Gunna.

Gunna (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 18:59

2 identicon

Þú getur lotið í lotningu fyrir mér á hverjum degi

Hvernig er það eru engin X á tölvunum þarna í Norge?

Mér líst illa á þessa ruslpóstvörn, Þórir vinur okkar Þórisson yrði daga að leysa úr svona dæmum

Annars óska ég þér til hamingu með daginn þar sem hér í Kanalandi er enn 25. apríl.

Mér þótti á pistli þínum þú vera farinn að halla þér ansi nærri mér í pólitíkinni (til vinstri) og frá Ragga bróður þínum (því kapítaliskari flokk en Framsókn síðastliðin 12 ár er vart að finna).

Vona að þið hafið það gott

Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 02:57

3 identicon

Sælir drengir

er rauði Björn farinn að tjá sig eitthvað. Því í ósköpunum getur þú verið í Bandaríkjunum svona mikill kommi og þú ert. Helstu kommar landsins eru þú, Skallagrímur, Ögmundur og tveir aðrir í blönduhlíðinni

annars Hannes minn þakka þér sjálfum fyrir það sem þú gefið okkur hinum.

kveðja úr Skagafirði

fritz

Fritz (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 12:52

4 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Til lukku með daginn um daginn frændi.

Þyrfti að hafa þig með mér hérna, það er einn nojari með mér í tímum sem spyr mikið og spyr alltaf á norsku, ég skil ekki blautan. Svo hélt hann fyrirlestur á norsku, hefði alveg eins getað talað latínu fyrir mér.

Ég skil þó norskt barnaefni, það er hæfilega mikill orðaforði fyrir mig.

Frissi, eru það Tóti á Frostastöðum og Rögni í Hvammi sem eru þessir tveir rauðu?

Bestu kveðjur héðan af Jótlandsheiðum

Rúnar Birgir Gíslason, 1.5.2007 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband