24. maí 2007

Góðan dag.

 Það er að verða mánuður síðan ég lét heyra frá mér seinast. það þýðir hins vegar ekki að það gerist ekkert hér í Noregi. Það er nú öðru heldur, bæði Bill Clinton og Kofi Annan hafa nýverið í heimsókn í Ósló. Voru að ræða umhverfismálin held ég.

Charlotte er nú búinn með prófið sem hún kveið svo fyrir, og nú er hún orðinn löggildur Hómopat. Ég er ekkert smá stoltur af henni, hún hefur staðið sig eins og kvennskörungur á landnámstíð. Þá erum við að ýhuga stofnun hómopat fyritækis. Hugmyndin er að þróa einskonar keðju, þar sem aðrir hómopatar geta "leigt" nafnið á fyritækinu og þannig standa allir sterkara hvað varðar markaðsetningu. Stofnum vonandi fyrirtækið áður en við komum til Íslands, en allt annað verður að bíða haustsins.

Börnin stækka og dafna. Emílía hleypur nú um allt (er vel á eftir frænku sinni í Þingeyjarsýslu) og rífur alla geysladiska og bækur úr öllum hyllum. Auðvitað við gífurlegar vinsældir foreldra sinna. Philip er farinn að ganga heim úr skólanum að loknum skóladegi, er ansi montinn yfir því. Mæja þrífst vel í leikskólanum, og þegar hún er hjá okkur þá er hún sko algjör hænumamma við Emilíu. Jakob æfir fótbolta á fullu, og það lítur út fyrir að hann hafi erft hæfileika föður síns, og jafnvel tileinkað sér tækni í þokkabót. Liðið hans spilar í rauðum búningum, og hann tekur ekki annað til máls en að spila í Manchester United búningnum sínum þegar þeir spila leiki. Það þykir mér hið besta mál. Uppeldið virðist skila sér á einhverjum sviðum.

Við hlökkum mikið til sumarsins. Charlotte er búinn að panta kjól, en ég passa ekki í nein föt vegna fitu. Ætli ég verið bara ekki í gömlum bol og stuttbuksum. Er svosem ekki búinn að bera það undir Charlotte ennþá, ætla að taka það upp í byrjun ágústs, þá reikna ég með að tíminn vinni með mér (og orðið allt of seint að setja mig í megrun).

Ég hef í hyggju að vera duglegri við skrif á næstunni, sjáum til hvað ég endsist til.

 

Kveðja frá Noregi

Hannes


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ég myndi nú ekkert stóla á að þú passaðir frekar í bol og stuttbuxur vegna fitu frekar en hvaða önnur föt svo sem. Held að nógu andskoti efnismikil mussa sé þitt eina svar.

Ragnar Bjarnason, 24.5.2007 kl. 15:46

2 identicon

Sæll skíthæll

það eru örugglega til afrískir fermingarkirtlar í vinnufatabúðinni við Laugaveg. og einnig í búðinni stórum stelpum. Getur kannski fengið shockup brjóstahaldara í leiðinni þar.

 Annars er gott að heyra frá kerlu þinni og búaliði

héðan er það helst að frétta að Silja Rún er í gifsi á löppinni því það kvarnaðist úr vaxtarbeini hjá henni við ökklann.

en hún er massi eins pabbi hennar og lætur þetta ekkert á sig fá

kveðja úr Skagafirði

fritz

Friðrik Þór (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 16:33

3 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Svona miðað við Frissa hefði ég haldið að Silja Rún hefði ekki yfir vaxtarbeinum að ráða

Ragnar Bjarnason, 24.5.2007 kl. 18:24

4 identicon

Mér finnst það nú afrek út af fyrir sig að þú hafir komist í einhver spariföt á Ringfesten sem ég bauð ykkur á... þar sem þú varst nú einu sinni búinn að hóta því að mæta í boxer... Er ekki annars boxer meira sjarmerandi en stuttbuxur og bolur við svona athöfn???

Gunna (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 13:18

5 identicon

Þá á ég við giftingarathöfn...

Gunna (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 13:20

6 identicon

Það held ég að karli föður okkar myndi nú ekki lítast á íslensku stafsetninguna þína nú til dags...

Gunna (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 09:45

7 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Og ekki bara föður ykkar, mér líst ekkert á þetta hjá þér frændi.

Hendir y eins og þú sért að dreifa áburði á tún.

En samt gaman að fá fréttir af þér og þínum

Rúnar Birgir Gíslason, 26.5.2007 kl. 11:00

8 identicon

Loksins er risinn aftur vaknaður

Ég vona að peyjinn fái ekki mikla knattspyrnuhæfileika frá þér, enda ef þú segir satt frá þá er hann kominn líka langt á undan þér í hæfileikum. 

Heyrist að dóttir hans Frissa sé farin að erfa óheppni frá föður sínum þannig að það er ekki gott mál.

Allt gott að frétta af mér og mínum sjáumst í sumar

kv Gummi

Gummi (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband