Á dagana hefur drifið....

Góðan dag.

Það er orðin stund síðan ég lét frá mér heyra. Það er eingöngu vegan anna og ekki leti, bara svo það sé sagt.

Það er gífurlega mikið að gera þessa dagana, og allt of mikil heimavinna eiginlega. Í vinnunni erum við að heimsækja fyrirtæki sem hafa gefið tilboð í útboðinu. Á fimmtudaginn var ég í Bergen, tók flug frá Ósló rúmlega 7 og kom heim aftur um kvöldið. Það var vor í Bergen, 5 stiga hiti, enginn snjór, logn og sól. Gott að komast aðeins úr snjónum hér í Ósló.

Daginn áður, þ.e. miðvikudag, tók ég frí frá föstu vinnunni og vann í staðinn við GisPlan (fyrirtækið mitt). Þá fór ég ásamt arkitekt sem ég vinn mikið fyrir til sveitarfélags sem heitir Engerdal kommune. Það er 3,5 tíma keyrsal til Engerdal, þannig að við lögðum af stað um 6 leitið, vorum þar allan daginn og komum heim seint um kvöldið. Við erum að vinna að Aðalskipulagi fyrir sveitarfélagið, þar sem ég sé um öll skipulagskortin. Nú verð ég að vinna mikið heima næstu 3 vikurnar til að klára öll kortin sem við stefnum á að skila af okkur í lok mars. Þannig að allar helgar og kvöld eru orðin skipulögð næsta mánuðinn.

Veðrið já, í dag er skýjað og úrkoma í lofti, 2 stiga hiti, logn. Allt er grátt og leiðinlegt, samt finnst manni það vera vor í lofti.

Charlotte er í skólanum þessa helgi. Held reynar hana hafi langað að vera heima í dag, en hún lét sig hafa það. Eftir þessa helgi eru ekki meira en 2 skólahelgar eftir hjá henni. En nú verður hún að leggjast í lestur þar sem mars prófin hennar nálgast ískyggilega.

Emilía sefur, Philip er uppi að leika sér. Jakob og Mæja, sem eiginlega eiga að vera hér um helgina eru hjá móður sinni. Við ákváðum að skifta á helgum af því að Jakob var skorinn upp vegna kviðslits í gær. Það er rólegra hjá honum í Nittedal en hér, af því að hann og Philip eru býsna miklir rollingar.

Ég tók lest og strætisvagn til sjúkrahússins í gær (því Charlotta þurfti bílinn í skólann), til sjúkrahússins. Þar biðu Jakob og móðir hans. Eftir svolitla bið, kom svo að því að hann fékk einhverskonar kæruleisis drykk, þannig að hann varð nánast fullur, og svo var honum keyrt að skurðarstofunni. Þar var hann látinn anda að sér lystgasi, sem svæfir fólk, þannigð að það væri vandræalaust að setja nál í æð og gefa honum þannig almennilega svæfingu. Svo tók við bið, og þegar hann fór að rumska eftir svæfinguna fengu við að koma til hans aftur. Reyndar svaf hann ekki nógu lengi, því að því lengur sem börnin sofa þeim mun hressari eru það þegar þau vakkna. Strákurinn var frekar slappur og aumur þegar hann vakknaði. Held hann hafi spurt 100 sinnum um það hvort honum mundi líða betur á morgun. Eftir 3 tíma bið, þá var hann orðinn svo hress að fékk að fara heim. Ég sat aftur í bílnum hjá honum upp í Nittdal, ef hann skyldi þurfa að kasta upp, sem hann auðvitað þurfti. Síðan tók ég strætisvagn frá Nittedal og niður til Óslóar og þvínæst lest upp til Dal. Gunna hafði brugðið sér frá Ási og til Dal, til að passa Emilíu og Philip því Charlotte var í skólanum. Takk fyrir pössunina Guðrún. Hún fór svo heim seinnipartinn í gærkvöldi, til að fara á fyllerý held ég. Seljið það samt ekki dýrara en þið keyptuð!

Jæja, ég verð líklega að fara að vinna svolítið í GisPlan.

Kveðja frá Noregi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thad er ekki samasem merki milli thess ad skreppa ut og ad fara a fylleri... Var lika komin snemma heim og ad tilraunast i dag... Vodalega erud thid eldri systkinin fljot ad gleyma hvernig thid vorud a minum aldri...

Gunna (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 12:47

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Við skruppum ekki út til að fara á fyllerí.

Ragnar Bjarnason, 3.3.2007 kl. 13:02

3 identicon

Gott að allt gekk vel með Jakob. Þið hafið greinilega í nógu að snúast, maður er líka duglegastur þegar nóg er að gera

Hmmm....ég kommenta lítið um það hvað þið tókuð ykkur til við að gera...funduð ykkur alla vega leiðir til að verða ykkur út um slíka drykki fyrir tvítugt! Hvernig var þetta aftur með ökuskírteini Hannesar...He he

Anita (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 13:51

4 identicon

Thid erud bara øfundsjukir yfir ad eg geti skemmt mer i stadinn fyrir ad thurfa ad hanga heima yfir børnum og møkum... ;o)

Gunna (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 14:57

5 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Öfundsýkin heyrist mér að sé þín megin

Ragnar Bjarnason, 6.3.2007 kl. 10:04

6 identicon

sæll

var að finna þig fyrir tilviljun

mér finnst vanta sönginn í skriftirnar hjá þér eins og þegar ég hitti þig síðast

kv Gummi

Selfossi

Guðmundur Sigmarsson (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 11:11

7 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Það væri synd að segja að uppfærsla sé hér reglulegur viðburður.

Ragnar Bjarnason, 14.3.2007 kl. 12:50

8 identicon

Sæll skíthæll

Gummi benti mér á þessa síðu

heyrumst

fritz

Friðrik Þór Jónsson (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband