Það er líf í bænum

Gott kvöld.

Það er líf í bænum, þó lengi sé liðið síðan ég skrifaði síðast. Lífið hér í Mofaret gengur sinn vana gang. Ég og Charlotte erum upptekin við daglegar sýslur, mikið að gera hjá okkur báðum. Þar með æða dagarnir áfram á ógnar hraða. Og þar sem ég er ekki í fæðingarorðlofi eins og Ragnar bróðir minn, þá skrifa ég ekki eins mikið og hann, eðlilega. Þegar ég hugsa um það, þá man ég að ég hef aldrei fengið fæðingarorðlof, þó ég eigi öll þessi ósköp af börnum.

Páskafríið hófs formlega í dag. Það þýðir samt ekki að ég fari í frí. Ég þarf að skila af mér korti af aðalskipulagi í sveitarfélaginu Engerdal snemma á þriðjudagsmorgun. Það er alveg hrúga sem ég á eftir að vinna í kortinu, þá verð ég eitthvað að sýsla í þessu alla páskana.

Mæja og Jakob eru í Nittedal þessa páskana. Þau voru hér seinustu helgi og verða hjá okkur næstu helgi. Ég hlakka til.

Mamma gamla var í fermingarveislu á pálmasunnudag í Höfðaborg. Á leið inn í salinn, dratt hún beint á hausinn og lítur nú út eins og einn af Bjarnarbófunum frá Andrésar andar blöðunum (segja sögusagnir úr Húnavatnssýslu). Hún hefur sennilega samt sloppið vel, því höggið var það mikið að tennur brotnuðu og hún er mikið marin í andlitinu. Alveg er það samt dæmigert fyrir hana að meiða sig einmitt þegar hún er í fríi frá vinnu, þannig að hún tapi aldrei úr vinnu, sama hvað gangi á.

Nóg í bili.

Kveðja frá Noregi

Hannes


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Hmm. Ég er nú líka að skila af mér aðalskipulagi Þingeyjarsveitar sko, þó að ég sé í fæðingarorlofi. Ég er líka lamaður þannig að þú skalt bara hætta þessu væli.

Ragnar Bjarnason, 5.4.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband