Hitt og þetta

Góðan daginn nær og fjær.

Góður dagur byrjaði vel, en svo!

Sá gamli var að bursta tennur, teygði sig eftir pappir til að hreynsa nefið með, ofurlítið "klikk" heyrðist og mjóhryggurinn í baklás. Þar kom brjósklosið aftur sem ég hef ekki fundið fyrir í tvö ár. Mikið asskoti er þetta óþægilegt. En sá gamli hefur verið úti í hörðu veðri fyrr, bara taka þessu með brosi á vör. Verð örugglega orðinn góður aftur áður en ég gifti mig.

Öll börnin eru hjá okkur um helgina og alla næstu viku - húrra! Það er neflinlega vetrarfrí í skólanum. Get lofað því að það er líf í húsinu þegar þau eru hér fjögur í einu. Alveg eins og það á að vera. Mér verður stundum hugsa heim í Eyhildarholt þegar hamagangurinn í börununum okker er sem mestur. Það var nú stundum hamagangur í öskjunni í Holti, ekki minst þegar við fengum heimsókn frá Grundarbræðrum. Það var gott að alast upp í Holti.

Charlotte er í skólanum um helgina, og í kvöld þá á hún bara þrjár helgar eftir í kennslu. Svo eru próf og lokapróf. Hún er orðin stressuð af öllum þessum prófum. Hún getur lítið lesið á daginn þegar hún er ein heima með Emilíu. Og þar sem ég vinn mikið um þessar mundir, þá er lesturinn gloppóttur.

Heil að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ef ég man rétt fór nú alltaf mest fyrir hamaganginum í þér

Ragnar Bjarnason, 18.2.2007 kl. 22:38

2 identicon

ALdrei er mér sagt neitt... vissi af ykkur hvorugum hér stóru bræðrunum ;o) Voru annars einhvetíma læti í ykkur??? Hélt að þið hefðuð ALLTAF verið svo þægir og stilltir... Kveðja, Gunna.

Gunna (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband