Meiri snjór

Góðan dag!

Í dag, eins og seinustu daga, snjóar. Hér hefur verið tölvert frost seinustu viku, allt frá -8 og niður í -16 gráður. Get samt ekki kvartað, vetur konungur lét ekki til sín taka fyrr en um miðjan janúar. Og nú þar sem dagarnir eru orðnir svo langir, þá getur ekki verið langt þar til vorið fer að láta til sín taka.

Las í blöðunum hér, að fólk hafi setið fast í bílum í suður Noregi alt í 20 klukkustundir. Það er bæði hér og í suður Noregi sama ástand og í Reykjavík þegar það kemur snjór. Allt fer í kerfi. Við sem vitum hvað norðlensk stórhríð er brosum nú bara að þessum köppum Grin

Sem betur fer var ég búinn að setja upp viðarofninn sem við hjónaleysin fengu í jólagjöf. Þar hefur verið kynt vel seinustu viku. Gamli ofninn inni í borðstofu stendur líka fyrir sínu.

Annars er heimilisfólkið hálf lasið um þessar mundir. Brjósklosið hrjáir ennþá kallinn, Charlotte er orðinn ansi kvefuð, einnig Jakob og Emilía, Philip hóstar. Mæja er sú eina sem er nokkurnvegin eins og hún á að sér. Engu að síður þá líður okkur vel og það er fyrir hinu besta.

Vegna brjósklosins hef ég unnið mikið heima þessa viku, það er alveg magnað að hafa þann möguleika. Og þar sem það freistar ekki að liggja lengur í rúminu, þá er ekkert mál að fara á fætur um 7 leitið, fá sér kaffi og setjast við lestur og vinna samhliða á tölvuna.

Líklega fæstir sem vita út á hvað vinna mín gengur. Því skal ég bæta úr nú.

Ég er verkefnastjóri (prosjekt manager) hjá 6 sveitarfélögum (með 80.000 íbúa). Þar er ég ábyrgur fyrir fræðilegs hluta við innkaup á sameignilegu landfræðilegu upplýsingarkerfi og kerfi sem er notað við skráningu og viðhald á m.a. fasteignargjöldum, sorphirðu með meiru. Upphaflega átti verkinu að vera lokið 1. nóvember í ár, en það verður öruglega framlengt. Þetta er mjög stórt verkefni, margir sem eiga hlutdeil að því og mikið sem þarf að samkeyra. Við erum kominn það langt að nú eru fjögur fyrirtæki sem slást um samninginn. Það næsta sem gerist er að við förum út í fyrirtækin og kynnum okkur hvernig þau leysa verkefni sem við höfum úthlutað þeim. Allar okkar ákvarðanir verða að vera vel rökstuddar, því verkefnið fylgir reglum um innkaup hjá hinu opinbera, og þær reglur eru strangar í Noregi. En þetta er skemmtilegt verkefni, maður lærir eitthvað nýtt á hverjum degi.

 

Kveðja frá Noregi


Hitt og þetta

Góðan daginn nær og fjær.

Góður dagur byrjaði vel, en svo!

Sá gamli var að bursta tennur, teygði sig eftir pappir til að hreynsa nefið með, ofurlítið "klikk" heyrðist og mjóhryggurinn í baklás. Þar kom brjósklosið aftur sem ég hef ekki fundið fyrir í tvö ár. Mikið asskoti er þetta óþægilegt. En sá gamli hefur verið úti í hörðu veðri fyrr, bara taka þessu með brosi á vör. Verð örugglega orðinn góður aftur áður en ég gifti mig.

Öll börnin eru hjá okkur um helgina og alla næstu viku - húrra! Það er neflinlega vetrarfrí í skólanum. Get lofað því að það er líf í húsinu þegar þau eru hér fjögur í einu. Alveg eins og það á að vera. Mér verður stundum hugsa heim í Eyhildarholt þegar hamagangurinn í börununum okker er sem mestur. Það var nú stundum hamagangur í öskjunni í Holti, ekki minst þegar við fengum heimsókn frá Grundarbræðrum. Það var gott að alast upp í Holti.

Charlotte er í skólanum um helgina, og í kvöld þá á hún bara þrjár helgar eftir í kennslu. Svo eru próf og lokapróf. Hún er orðin stressuð af öllum þessum prófum. Hún getur lítið lesið á daginn þegar hún er ein heima með Emilíu. Og þar sem ég vinn mikið um þessar mundir, þá er lesturinn gloppóttur.

Heil að sinni.


Karlinn farinn að blogga!

Þar kom að því.

Karlinn er farinn að skrifa á netinu.

Hér hef ég hug á að skrifa bæði vítt og breytt. Um fjölskyldun og það sem drífur á okkar daga, um samfélagið, bæði það norska og íslenska, eða bara sitt lítið af hverju.

Þeir sem hafa veitt mér innblástur til að hefja skrif á netinu eru systkini mín, Ragnar og Guðrún, og góður frændi, Sveinn Arnar Sæmundsson.

 


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband