5.6.2007 | 20:10
Enn frá Noregi
Gott kvöld.
Ýmislegt hefur á dagana drifið. Man Utd hefur keypt fleiri unga og efnilega leikmenn og mæta ennþá sterkari til leiks á komandi tímabil. Ekki fer miklum sögum av Arsenal og Liverpool. Enda ekki við því að búast, svosem.
Charlotte er nú búinn að skrá homeopat fyrirtækið sitt. Nú stöndum við í því að skrá hitt fyrirtækið, þ.e. fyrirtækið sem við ætlum að byggja upp sem keðju, en það fyrirtæki á að heita NaturaMedica. Það fyrirtæki ætlað að bjóða homeópötum, ný útskrifuðum og þeim sem eru starfandi að starfa undir nafninu NaturaMedica. Þeir fá þá ýmiskonar forréttindi eins og tölvuforrit, afslátt af ýmsum rekstrarvörum, og ekki minnst auglýsingu á fyrirtækinu. Hugmyndin er að fólk kaupi ákveðinn grunnpakka og borgi því eftir því. Við stöndum að þessu ein, en höfum góð sambönd við aðila sem kunna þetta út og inn. Ef allt þetta heppnast hjá okkur, þá rekum við kannski Homeopat keðju eftir 10 ár - hver veit...
Friðrik, hvað ertu eiginlega að bulla drengur - ertu fullur?
Kveðja frá Noregi.
Hannes
Athugasemdir
Tek undir þetta með Friðrik, ég vissi að hann getur verið þvoglumæltur en vissi ekki að hann væri þvogluskrifandi.
Annars góður
RG
Rúnar Birgir Gíslason, 5.6.2007 kl. 21:05
Ég held að Friðrik hafi verið fullur allt sitt líf, alla vega fullur af vitleysu
Bjössi Arngríms (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 03:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.