22.3.2007 | 14:36
Charlotte í prófum
Góðan dag.
Charlotte er í prófum. Í dag er annað prófið hennar á þremur dögum. Það fyrsta gekk þokkalega, um það seinna sem var í dag ríkir óvissa um hennar árangur. það er ekki mikið sem maður tileinkar sér á tveimur dögum. Þó svo ég og Örvar Brjánn hafi náð góðum árangri í landafræðinni með þvílíkum lestri, þá er ekki allra færi.
Til dæmis hún Guðrún systir mín, hún fer alveg í kerfi ef hún les ekki í tvo mánuði fyrir próf. Þess skal reyndar getið að hún fer líka alveg í kerfi ef öllu meðlæti með hamborgara ekki er raðað í rétta röð. Það var einhvertímann um daginn þegar hún var hér, við sátum og gæddum okkur á hamborgurum. Hún var búinn að eyða miklum tíma að raða meðlæti inn í hamborgarabrauðið, með mikilli nákvmæni og natni, sem henni er einni lagði. Allt í einu stekk ég til, gríp gaffal og hræri öllu draslinu í hamborgarabrauðinu saman í eina hrúgu. Blessað barnið fór næstum að gráta. Sem betur fer sat hún fastklemt milli borðs og veggjar þannig að hún kom sér ekki laus til að berja á mér. Þette er líklega Bjarnastaðar húmorinn sem brýst fram, sem einskonar stundarbrjálæði.
Nú þarf ég að fara ná í Charlotte niður á lestarstöð.
Kveðja frá Noregi.
Hannes
Athugasemdir
jæja góði
hún Gunna er þá eitthvað lík ykkur bræðrum. ég man nú þegar við vorum sambýlismenn í bústaðahverfinu þá fórum við eitt sinn og ætluðum að fá okkur McDonalds og þú trylltist þegar þú fattaðir það að það var ekki hægt að taka grænmetið úr borgaranum og helltir þér yfir vesalings austurlenska starfsmanninn sem var að reyna að þjónusta okkur sem best þannig að hann fengi stjörnu í barminn og hækkaði í tign hjá Donna. en þú raukst út með skömmum og fúkyrðum sem betur fer skyldi þessi austurlenski alla þessa flóru blótsyrða á íslensku.
Það besta við þína í dvöl í Noregi er það að þú ert farinn að borða mat eins og venjulegur íslendingur.
jæja þetta er nóg í bili en Gunna ég hef fleiri sögur í handraðanum ef hann fer að bögga þig meira.
ein saga enn, þegar þú bjóst með West Ham stjórasyninum á Húsavík komum við Gummi eitt sinn í heimsókn og þú spurðir eru þíð svangir því þú ætlaðir að elda þér .játtum við því og biðum eftir matnum sem þú ætlaðir að bjóða okkur. þú poppaðir popp og þetta var kvöldmaturinn þinn. ég skil ekki enn í dag hvernig þessi aukakíló gátu verið þér
kveðja úr Skagafirði
fritz
Friðrik hinn fallegi (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 18:22
Þú hefur alltaf verið haldinn stundarbrjálæði og hefur þannig komið óorði á það annars fagra fyrirbæri. Ég tala nú ekki um þegar þið Friðrik eruð saman í því.
Ragnar Bjarnason, 22.3.2007 kl. 19:37
Heyrðu, hvað er annars netfangið hjá þér. Ég er búinn að svara langlokunni þinni en ætla að senda þér hana í e-mail. Á ekki að birtast opinberlega.
Ragnar Bjarnason, 22.3.2007 kl. 19:44
Allt of flókið á ekki að vera meðlæti með hamborgara. Bara brauð og helllllllingur að kjöti.
Ragnar Bjarnason, 22.3.2007 kl. 19:45
Hei!!! Þetta er nú illa sagt með hamborgarann bróðir sæll... Svo er náttúrulega argasti dónaskapur að atast með manns eigin gaffli í annarra manna mat ;o) Ef það fær mann ekki til að gráta og missa lystina þá veit ég ekki hvað...
Svo les ég EKKI alltaf í 2 mánuði fyrir próf!!! Á t.a.m. að skila allmikilvægri ritgerð eftir tæpa 2 mánuði og get ekki sagt að ég sé farin að byrja á henni fyrir alvöru ;o)
Þigg alveg fleiri sögur Friðrik, svo ég geti verið viðbúin böggi hvenær sem er... ;o)
Gunna (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.