19.3.2007 | 18:26
Ljómandi veður í dag.
Góðan daginn.
Sól og blíða, með smá norðan andvara. Það tekur lítið, það er engin hláka úti. Hér verður aldrei nein hláka eins og við þekkjum frá Íslandi. Hér er ekkert veður, það finnst að minnsta kosti mér sem Íslending. Samt væla Normenn ef það blæs smá.
Það kom fram spurning hvenær við værum á ferðinni í sumar. Hér með er það staðfest að ég, Charlotte, Philip og Emilía lendum í Keflavík þann 12. júlí. Þann 27. júlí fer ég aftur til Noregs, næ í Jakob og Mæju. Þann 29. júlí komum við aftur til Íslands, þ.e. ég, Jakob og María. Öll fjölskyldan fer svo aftur til Noregs þann 17. ágúst. Með öðrum orðum þá verður þetta smá stopp þetta árið. Börnin hlakka mikið til, og ég ennþá meira. Við reiknum með að hafa höfuðstöðvar á Bjarnastöðum enda nóg í að snúast. Brúðkaupsundirbúningur þar sem Charlotte stýrir skútunni, og svo held ég áfram í jarðvegsskiptum kringum húsið, og kannski gefst tími til að rétta af einhver gólf í húsinu.
Það væri gaman að hafa nokkra barnahesta í hlaðinu þennan tíma sem við verðum á Bjarnastöðum. Mig langar til að kenna börnunum að umgangast dýr og ríða út. Ef einhver sem les þetta blogg, og veit um einhverja klára sem hægt væri að fá í hagagöngu í 5 vikur, þá endilega upplýsið mig um það. Það væri svo auðvitað draumur að ríða yfir í Holt og svo fram Borgareyju, það er allt of langt síðan leiðir lágu þar um.
Brúðkaup já. Eins og flestir vita þá giftum við Charlotte okkur í sumar. Boðskort til Normanna eru send, og flest allir búnir að gefa svar. Boðskort til Íslendinga eru í vinnslu og verða send út í apríl ef að líkum lætur. Allur þungi af undirbúningnum verður í sumar, þegar við komum heim í Blönduhlíðina. Við erum ennþá að bræða með okkur hvort við eigum að fá kokk til að útbúa matinn eða ekki. Engu að síður þá þurfum við að fá fólk í eldhúsið. Ef einhver veit um fólk sem tekur svona lagað að sér, þá er allt í lagi að senda okkur línu.
Nóg í bili.
Kveðja frá Noregi
Hannes
Athugasemdir
Ég á hesta
Ragnar Bjarnason, 19.3.2007 kl. 19:19
Heyrðu körfuboltamógúll
Kannski maður hitti þig bara á klakanum í sumar, við verðum á Íslandi í júlímánuði og framyfir verslunarmannahelgi. Stefnum að því að vera í Skagafirðinum kringum verslunarmannahelgina.
Held ég hafi aldrei komið heim í Bjarnastaði, kannski maður kíki í kaffi til þín.
Rúnar Birgir Gíslason, 19.3.2007 kl. 22:54
sæll gitftingarhugleiðingarmaður
hvenær og hvar ætlar þú að draga bauginn ???
ég skal hafa augun hjá mér varðandi hesta handa þér
ég var var við að það væri aldrei hláka þarna í norður frá í haust.
kveðja
fritz
fritz (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.