Allt of lengi síðan seinast.....

Þriðudagur 18. nóvember.

 Það er stund síðan ég skrifaði hér - allt of langt síðan eiginlega.

Lífið gengur sinn vana gang. Við hjónin vinnum, börnin dafna vel og kötturinn étur á við hross. Við erum með gullfiska, en það er alltaf einn og einn fiskur sem drepst, sekkur til botns og hinir fiskarnir éta hann upp til agna á fáeinum mínótum. Fiskar eru undarlegar skepnur.

Það var einhvertímann í haust að Emilía hafði gefið fiskunum mat og það ekkert smáræði heldur. Við tókum ekki eftir þessu fyrr en eftir 2 sólahringa, þá flutu flestir fiskarnir á yfirborðinu, allir að kafna. Það varð svo mikið nítrógen í vatninu út af öllum þessum mat. Það varð uppi fótur og fit, það þurfti að skipta um vatn, auðvitað ekki of mikið í einu því vatnið má ekki fara undir ákveðið hitastig þannig að þetta tók langan tíma. Ekkert smá mikil vinna að vera með fiska......

Ég hef fylgst með kreppunni á Íslandi úr fjarlægð. Allt þetta rót á íslensku efnahagskerfi hefur heldur betur gert mig pólitískan. Ef ég hefði búið á Íslandi þá hefði ég hellt mér út í pólitíkina á fullum krafti. Að mínu mati þá er einkavæðing síðasta áratug einn helsta orsök þessa vanda sem er í íslenska samélaginu. Ég kem vafalaust til með að skrifa um það í seinni færslum.

Fyrir þá sem hafa áhuga þá ritaði ég bréf sem var birt á Skagafjordur.com og í blogginu hjá Ragga bróður. Þeir sem hafa áhuga á að lesa bréfið geta fylgt þessum hlekk:

http://raggibjarna.blog.is/blog/raggibjarna/

Greinin er undir færslu sem kallast "Lesendabréf dagsins".

Kveðja frá Noregi

Hannes Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er meiri vinna að vera með fiska en börn... ?

Gunna (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband