17.1.2008 | 12:30
Nýtt ár - nýir möguleikar
Gleðilegt nýtt ár, bæði fjær og nær!
Eftir róleg jól og áramót er ég klár í slaginn. Nú skal bloggað!
í Noregi er allt við sinn vanagang. Vinna, skóli, tómstundir sem börnin taka þátt í og þar fram eftir götunum. Philip er í lúðrasveit, Jakob í handbolta og fótbolta og Mæja er byrjuð í fótbolta. Það er nokkur keyrsla í kringum þetta, þar sem það er 45 km til Nittedal.
Jakob og María eru hjá okkur aðra hverja helgi, frá föstudegi og fram á þriðjudagsmorgun. Það er afar tómlegt hér á miðviku- og fimmtudeginum á eftir að þau eru farin. Við vildum gjarnan hafa þau meira, en það er nú svo. Næ í þau á morgun í skóla og leikskóla.
Emilía hefur verið hjá dagmömmu síðan í haust, en er nú byrjuð í leikskóla að auki. Það hefur tekið hana svolítinn tíma að venjast leikskólanum, en nú finnst henni það vera allt í lagi. Hún er þar 2 daga í viku, fær fullt pláss eftir sumarið.
Charlotte hefur verið að vinna í blómabúð fyrir og eftir jólin. Hún vinnur við að afla sér kúnna í Hómapatíuni, það tekur langan tíma að byggja upp svona starfsemi. Vinnan í blómabúðinni er ekki föst vinna, þannig að hún hefur sótt um vinnu á Gardermoen flugvellinum, fer í atvinnuviðtal miðvikudaginn þann 30. jan.
Í minni vinnu er allt við það sama, þó svo gæti farið að ég skipti um vinnu í sumar. Það er ýmislegt í deiglunni.
Nóg í bili.
Kveðja frá Noregi
Hannes
Athugasemdir
Gleðilegt árið frændi.
Alltaf gaman að fá fréttir af þér og þínum, getur kíkt á http://hindogheba.barnaland.is og séð fréttir af mér og mínum
Rúnar Birgir Gíslason, 17.1.2008 kl. 19:23
Kæri frændi.
Gleðilegt ár og takk fyrir öll gömlu. Gaman að heyra frá ykkur og ég hlakka til að ganga á Mælifellshnjúkinn í sumar.
Sveinn Arnar Sæmundsson, 18.1.2008 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.