22.6.2007 | 18:01
22. júní 2007
Góðan dag.
Frá Noregi er allt gott að frétta. Mikið að gera í vinnu um þessar mundir, en svona er það líklega hjá öllum. Á mánudaginn var, ók ég til sveitarfélags sem nefnist Engerdal. Þar var ég að vinna gegnum fyrirtækið mitt, við aðalskipulag sveitarfélagsins. Þar sé ég um allan kortahlutann. Engerdal liggur u.þ.b. 350 km. norðan Óslóar. Ég fór heimanað um 5 leitið og var kominn fyrir hálf níu. Fallegt verðu og ljómandi ferðalag. Það er fallegt í Engerdal, nokkuð há fjöll, stórt og stöðuvötn á flatlendi.
Öll börnin eru hjá okkur um helgina. Náði í Mæju og Jakob áðan. Þau voru búin að vera hér í 20 mín. þegar ég komst að því að þau voru morandi í lús. Nú er fyrsta hluta af aflúsun lokið, og næsti hluti verður í fyrramálið. Fremur ógeðfellt, en svona er það nú bara. Fór forvitnast um hlutina og komst að því að það hefur verið lúsafaraldur í skólanum hjá Jakobi, hef ekki heyrt ennþá frá leikskólanum. Mann klæjar allan svona rétt á meðan maður er að greiða þetta úr börnunum, en það er bara rétt á meðan.
Seinustu tvær nætur voru norskir gestir á Bjarnastöðum. Það var eldri hjón sem eru á vinabæjarmóti í Borganesi um helgina, og langaði til að sjá svolítið meira af Íslandi en bara Borgarfjörð. Heyrið frá þeim áðan, voru hin ánægðustu. Það er gott, enda þykir öllum gott að vera á Bjarnastöðum. Ætli Dúdda, móðursystir mín sé ekki á leiðinni þangað í dag, kannski er hún og Ágúst kominn þangað. Við verðum þar frá 12. júlí. Erum farinn að hlakka mikið til. Vonandi gefst tími til þess í ár að ganga Mælifellshnjúkinn, það hefur lengi verið á dagskránni hjá mér, en ekki gefist tími til ennþá.
Lauga frænka lánar húsið okkar hér í Noregi á meðan við erum á Íslandi, a.m.k. í júlí og fyrstu vikuna í ágúst. Ég vona bara að veðrið leiki við hana á meðan hún dvelur hér.
Kveðja frá Noregi
Hannes
Athugasemdir
Mikið er ég feginn að sjá að Lauga fær einhversstaðar að vera í sumar. Ég gat ekki fundið neitt fyrir hana hér í landi Margrétar.
Bið að heilsa yfir sundið.
Rúnar Birgir Gíslason, 22.6.2007 kl. 18:54
Lús??? Asj!!! Efast um að ég komi þá á næstunni Hélt reyndar að þú hefðir einnig verið að skemmta þér sl. viku, en ekki bara vinna... a.m.k. eitt kveld...
Gunna (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 14:05
Sæll Hannes gaman að sjá hvað þú ert að brasa þessa dagana.
vildi bara láta vita að maður les nú þetta hjá þér.
Kveðja frá gömlum skólabróður.
Stebbi Nóna (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 01:21
Hræddur um að þú þurfir gott betur en þetta sumarfrí ætlir þú þér að ganga á Mælifellshnjúkinn
Þú kannski skellir þér bara í aðalskipulagsgerð með mér í sumar hérna fyrir austan.
Ragnar Bjarnason, 26.6.2007 kl. 20:58
Heyrðu nú hlunkurinn minn
hvað ert þú að tala um bull eða fyllerý
Hverjum er "Lauga frænka" að lána húsið þitt. Vinstri grænum í sumarferð ???
Hitti Rúnka frænda þinn í sundi í dag. Þið getið ekki fengið flugmiða í sömu vél hjá Icelandair, þið eruð með of mikla áfasta yfirvikt !!
ég get svarað fyrir mig og hana nú
og þú Rauði-Björn !!!!!!
Friðrik Þór (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 17:38
Röfl í þér alltaf Friðrik. Við frændur búum bara í löndum þar sem matur er ódýrari og okkur þykir matur góður. Auk þess borgum við fullt verð fyrir börn okkar og meðalvigtin er undir þyngd meðalJóns.
En "lána" villan hans Nesa er mögnuð. Ég fattaði þetta ekki enda er þetta eins í dönskunni. "kan jeg låne det?"
Lauga frænka fær húsið lánað fyrir sjálfa sig.
Rúnar Birgir Gíslason, 30.6.2007 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.