21.4.2010 | 19:49
Ritgerðasmíðar
Gott kvöld
Vinn að ritgerðarsmíðum öll kvöld um þessar mundir. Skiladagur er 30. april. Þetta gengur svo sem ágætlega, fór þó of seint á stað með skrifin, kemur kannski ekki á óvart.
Valdi að skrifa um Jason Bourne som Matt Damon leikur. Það eru einar 3 myndir með honum. Ljómandi myndir sem ég hef miklar mætur á. Hitt er svo annað að tengja þennan karakter námsefninu. Námsefnið hefur spannað alt frá Aristóles til Obama. Er að skrifa um Jason Bourne sem leitoga og stjórnanda. Gaman að þessu.
Fylgist mikið með málum heima, áhugavert og ógnvekjandi á sama tíma. Ég segi Normönnum að Íslandinger séu vanir öllum þessum ósköpum. Við búum í nálægð við náttúruna og vitum að hún verður ekki taminn. Ja - vona að minnsta kosti að flestir Íslendingar muni það.
Bestu kveðjur!
Hannes
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.