Saltstöng í augað!

Góðan dag.

Blessuðum börnunum tekst ýmislegt. Rétt áðan kom Mæja til mín grátandi og sagði að Emilía hefði hent saltstöng í augað á henni. Ég hló bara að þessari vitleysu í Maríu en athugaði samt augað. Og viti menn, þar fann ég bita af saltstöng...... Bitinn var tekinn úr auganu og stelpan hljóp inn í stofu til að leika meira við Emilíu.

Hefði Raggi bróðir einhvertímann reynt að henda saltstöng í augað á mér, þá hefði hann fengið glóðarauga á báðum Smile

 Veðrið hjá okkur er ljómandi, við frostmark, léttskýjað og logn. Að heita snjólaust og þannig hefur það verið í vetur. Alveg ljómandi.

 Kveðja frá Noregi

Hannes


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband