Sumarið er tíminn!

það er sumar. Ókyrrð kominn í kroppinn. Tel niður.

Senn þrjár vikur þar til Skagfirski blærinn strýkur kinn.

Hlakka til!


Ritgerðasmíðar

Gott kvöld Smile

Vinn að ritgerðarsmíðum öll kvöld um þessar mundir. Skiladagur er 30. april. Þetta gengur svo sem ágætlega, fór þó of seint á stað með skrifin, kemur kannski ekki á óvart.

Valdi að skrifa um Jason Bourne som Matt Damon leikur. Það eru einar 3 myndir með honum. Ljómandi myndir sem ég hef miklar mætur á. Hitt er svo annað að tengja þennan karakter námsefninu. Námsefnið hefur spannað alt frá Aristóles til Obama. Er að skrifa um Jason Bourne sem leitoga og stjórnanda. Gaman að þessu.

Fylgist mikið með málum heima, áhugavert og ógnvekjandi á sama tíma. Ég segi Normönnum að Íslandinger séu vanir öllum þessum ósköpum. Við búum í nálægð við náttúruna og vitum að hún verður ekki taminn. Ja - vona að minnsta kosti að flestir Íslendingar muni það.

Bestu kveðjur!

Hannes


Gleðilegt ár!

Sunnudagur 11. april.

Tíminn líður. Lang er um liðið síðan skrifað var. Eftir að hafa lesið blog hjá Ragga bróður og Arnari frænda helltist andinn yfir mig - a.m.k. í stuttan tíma. Þeir drenger eru duglegir að skrifa Grin

Nýkomminn fra Róm þar sem seinasta námskeið vetrarins var haldið. Stórgóðir leiðbeinendur, frábært veður og auðvitað mikil menning - að morgni sem og kveldi. Nú verður að komast skriður á ritgerð sem á að skila fyrir 30. april. Prófið er i júní. Fyrsta skipti sem ég feri í "heimapróf".

Kveðja

Hannes


Allt of lengi síðan seinast.....

Þriðudagur 18. nóvember.

 Það er stund síðan ég skrifaði hér - allt of langt síðan eiginlega.

Lífið gengur sinn vana gang. Við hjónin vinnum, börnin dafna vel og kötturinn étur á við hross. Við erum með gullfiska, en það er alltaf einn og einn fiskur sem drepst, sekkur til botns og hinir fiskarnir éta hann upp til agna á fáeinum mínótum. Fiskar eru undarlegar skepnur.

Það var einhvertímann í haust að Emilía hafði gefið fiskunum mat og það ekkert smáræði heldur. Við tókum ekki eftir þessu fyrr en eftir 2 sólahringa, þá flutu flestir fiskarnir á yfirborðinu, allir að kafna. Það varð svo mikið nítrógen í vatninu út af öllum þessum mat. Það varð uppi fótur og fit, það þurfti að skipta um vatn, auðvitað ekki of mikið í einu því vatnið má ekki fara undir ákveðið hitastig þannig að þetta tók langan tíma. Ekkert smá mikil vinna að vera með fiska......

Ég hef fylgst með kreppunni á Íslandi úr fjarlægð. Allt þetta rót á íslensku efnahagskerfi hefur heldur betur gert mig pólitískan. Ef ég hefði búið á Íslandi þá hefði ég hellt mér út í pólitíkina á fullum krafti. Að mínu mati þá er einkavæðing síðasta áratug einn helsta orsök þessa vanda sem er í íslenska samélaginu. Ég kem vafalaust til með að skrifa um það í seinni færslum.

Fyrir þá sem hafa áhuga þá ritaði ég bréf sem var birt á Skagafjordur.com og í blogginu hjá Ragga bróður. Þeir sem hafa áhuga á að lesa bréfið geta fylgt þessum hlekk:

http://raggibjarna.blog.is/blog/raggibjarna/

Greinin er undir færslu sem kallast "Lesendabréf dagsins".

Kveðja frá Noregi

Hannes Grin


22. júlí

Komið sæl.

 Jæja, þá er þetta allt of stutta sumarfrí búið og við hjónakornin byrjuð að vinna á ný. 1 vika í Danmörku og svo 2 vikur á Ísland, það var allt og sumt. Seinustu 2 dagana í Danmörku vorum við á nálum, biðum bara eftir því að komast til Íslands. Þessar 2 vikur á Íslandi liðu allt - allt of fljótt. Við náðum ekki að klára allt það sem við ætluðum að gera á óðalin, né heldur kíkja í heimsóknir som okkur langaði til. Til að bæta úr þessu öllu þá erum við að athuga með heimferð mánaðarmótin sept/okt. Sjáum til hvað verður úr.

Kveðja að sinni.

HB


Saltstöng í augað!

Góðan dag.

Blessuðum börnunum tekst ýmislegt. Rétt áðan kom Mæja til mín grátandi og sagði að Emilía hefði hent saltstöng í augað á henni. Ég hló bara að þessari vitleysu í Maríu en athugaði samt augað. Og viti menn, þar fann ég bita af saltstöng...... Bitinn var tekinn úr auganu og stelpan hljóp inn í stofu til að leika meira við Emilíu.

Hefði Raggi bróðir einhvertímann reynt að henda saltstöng í augað á mér, þá hefði hann fengið glóðarauga á báðum Smile

 Veðrið hjá okkur er ljómandi, við frostmark, léttskýjað og logn. Að heita snjólaust og þannig hefur það verið í vetur. Alveg ljómandi.

 Kveðja frá Noregi

Hannes


Nýtt ár - nýir möguleikar

Gleðilegt nýtt ár, bæði fjær og nær!

Eftir róleg jól og áramót er ég klár í slaginn. Nú skal bloggað!

í Noregi er allt við sinn vanagang. Vinna, skóli, tómstundir sem börnin taka þátt í og þar fram eftir götunum. Philip er í lúðrasveit, Jakob í handbolta og fótbolta og Mæja er byrjuð í fótbolta. Það er nokkur keyrsla í kringum þetta, þar sem það er 45 km til Nittedal. 

Jakob og María eru hjá okkur aðra hverja helgi, frá föstudegi og fram á þriðjudagsmorgun. Það er afar tómlegt hér á miðviku- og fimmtudeginum á eftir að þau eru farin. Við vildum gjarnan hafa þau meira, en það er nú svo. Næ í þau á morgun í skóla og leikskóla.

Emilía hefur verið hjá dagmömmu síðan í haust, en er nú byrjuð í leikskóla að auki. Það hefur tekið hana svolítinn tíma að venjast leikskólanum, en nú finnst henni það vera allt í lagi. Hún er þar 2 daga í viku, fær fullt pláss eftir sumarið.

 Charlotte hefur verið að vinna í blómabúð fyrir og eftir jólin. Hún vinnur við að afla sér kúnna í Hómapatíuni, það tekur langan tíma að byggja upp svona starfsemi. Vinnan í blómabúðinni er ekki föst vinna, þannig að hún hefur sótt um vinnu á Gardermoen flugvellinum, fer í atvinnuviðtal miðvikudaginn þann 30. jan.

Í minni vinnu er allt við það sama, þó svo gæti farið að ég skipti um vinnu í sumar. Það er ýmislegt í deiglunni.

Nóg í bili.

Kveðja frá Noregi

Hannes


30. september 2007

Góðan dag!

 Ég vil byrja á því að óska móður minni til hamingju með afmælið í gær, og bróðurdóttur minni, henni Salbjörgu Ragnarsdóttur, til hamingju með afmælið í dag.

Annars herfu ýmislegt gerst síðan seinast var skrifað. Þar ber auðvitað hæst brúðkaup okkar hjóna þann 11. ágúst í sumar. Við þökkum bæði ættingjum og vinum fyrir að gera þessa stund ógleymanlega! Athöfnin í Hóladómkirkju var hátíðleg og söngurinn sem frændi minn hann Sveinn Arnar stóð fyrir var glæsilegur i alla staði. Veislan á Löngmýri var hin besta, þar var fallegur söngur, góður félagsskapur, góður matur, vín og skemmtun.

Sumarið var gott, fimm vikur á Bjarnastöðum liðu allt of fljótt. Það var ekki létt að að keyra suður heiðar og áfram til Noregs,  okkur langaði öllum til að vera lengur í Skagafirðinum góða. Það er ekki spurning um að einn góðan veðurdag munum við flytja í Skagafjörðinn og setjast að á Bjarnastöðum. Hámark 13 ár þangað til.

Um leið og við komum til Noregs byrjaði ég í vinnu, krakkarnir í skólanum og Charlotte við sína yðju. Þannig er þetta búið að vera síðan. Lífsbaráttan er svo sem allstaðar eins.

Það er rómur manna að Noregur sé ein af ríkustu þjóðum í heimi, og er það líklega rétt. Þrátt fyrir að eiga óhemju peninga í olíusjóðum þá er ástand hins opinbera, þ.e. sveitarfélaga og löggæslu hálf skammarlegt. Í þessum geirum eru aldrei til peningar - það má ekkert nota að þessum olíusjóum. Sem dæmi um peingaleysi sumra stofnana er þessi eftirfarandi saga.

Það gerðist í einu þorpi fyrir nokkrum vikum að ungur maður keyrði út av veginu  á bifhjóli sínu og lést. Slysið var inni í þorpinu, rétt við hlið lítils veitingarstaðar. Vegna sparnaðaraðgerða þá var ekki lögregla í þorpinu á vakt, það er neflinlega þannig að fleiri lögregluumdæmi vinna saman þannig að á kvöldum, nóttum og yfir hátíðisdaga þá er bara ein lögreglustöð með vakt. Á þennan hátt er launaútgjöldum haldið niðri. Eins og áður sagði þá var lögregla ekki á vakt í því þorpi sem slysið varð í, og ráðamenn vildu ekki "sprengja fjárhagsáætlanir" með því að kalla út lögregluna í þorpinu. Því var vakthafandi lögregla kölluð til staðar, og þurfti að keyra aðeins 160 km til að komast á slysstað. Þar með lá líkið af unga manninum við veginn, rétt við veitingarstaðinn, í meira en 2 tíma á meðan biðið var eftir komu yfirvalda. Á meðan hélt slökkviliðið vörð um staðinn, á móti sínum eigin vilja - eðlilega. Líkið mátti auðvitað ekki hreyfa fyrr en lögregla var kominn á staðinn.

Þessi saga er ekki einsdæmi í Noregi, því miður!

Kveðja frá Noregi

 


8. júlí 2007

Góðan dag.

Hér á Østlandet í Noregi hefur ringt mikið seinustu vikurnar. Þar sem við búum, þ.e. í Akershus fylki hefur rigningin ekki ollið skaða, en í öðrum fylkjum eins og Buskerud og Telemark hafa verið mikil flóð, þau verstu sumarflóð í manna minnum, segja þeir sem vit hafa á. Þónokkrar skemmdir hafa orðið af þessum flóðum, seinustu tölur hljóðuðu upp á 300 til 400 miljónir ísl. kr.. Ætli þetta sé fylgifiskur loftlagsbreytinganna?

Af fjölskyldu og fylgdarliði er allt gott að frétta. Við hjónaleysin og Emilía erum ein í kotinu. Philip er í sumarfríi hjá afa sínum og ömmu. Jakob og Mæja eru í sumarfríi með mömmu sinni. Það hefur því verið róleg vika hér í Mofaret 7. Philip kemur heim í dag, en Jakob og Mæju sjáum við ekki fyrr en þann 29. júlí, það er langt þangað til.

Charlotte er á fullu við undirbúning brúðkaups, það er af nógu að taka. Ég hef ekki verið duglegur við að hjálpa henni, það eru ansi margir lausir endar sem ég þarf að hnýta í vinnunni áður en ég fer í frí. Reyndar verður það ekki bara frí, ég tek með mér nokkur verkefni í GisPlan (fyritækinu mínu). Það verður ljómandi að fara snemma á fætur á Bjarnastöðum, hita kaffi, setjast niður í eldhúsinu, horfa yfir eylendið og vinna svolítið.

Bíllinn fyrir sumarið er í höfn. Í þetta skiptið gáfum við tilboð í Galloper jeppa, 7 manna  díselbíl, árgerð 2000, keyrðan 195.000 þúsund. Það var sett á bílinn 590.000, þar af 500.000 ákvílandi. Við fengum bílinn með því að taka bara yfirl lánin og borguðum ekkert út. Bíllinn er nú á leið suður til Reykjavíkur, þar sem Kolbeinn Helgi, frændi minn tekur við honum. Við nálgumst svo bílinn þar þegar við komum til landsins á fimmtudag.

Við hlökkum mikið til að komast í Bjarnastaðir. Það verður samt skrítið að vera þar tvær fyrstu vikurnar án Jakobs og Mæju. Við ætlum að reyna að framkvæma eitthvað þar í sumar. Við verðum a.m.k. að setja almennilega möl í hlaðið. Okkur langar til að gera eitthvað inni, sennilega verður það þvottahúsið, eða þá austur herbergið. En það skýrist allt þegar heim er komið.

Sá að Ragnar var að skrifa um spjaldasögu sína í fótboltanum. Hann segir reynar bara hálfa söguna, því hann er með grófuru mönnum sem ég hef spilað á móti, og hann hefur áræðinlega átt helmingi fleiri spjöld skilið en hann hefur fengið. Þó svo hann hafi fengið skráð á sig eitt guld kort sem eiginlega átti að fara til andstæðinganna, þá er það bara allt í lagi (gerðist þetta ekki í leik á móti Magna á Grenivík?).

Ég segi að Ragnar sé með grófari mönnum ég hef spilað fótbolta við, hann er það, og það er Friðrik Þór einnig, en ekki sá grófasti og það í sérklassa það er Sigurbjörn Árni Arngrímssom. Hann er ógurlegur. Hlaupandi út um allan völl, gjörsamlega þindarlaus, og sparkandi í allt og alla sem komu nálægt honum. Ég spilaði firmakeppni með öðrum norskum frjálsíþróttamanni, hann var mikill hlaupari, eins og Bjössi, og spilaði fótbolta eins og Bjössi. Sennilega skýring er að frjálsíþróttarmenn, og þá sérstaklega hlauparar, fá einskonar "black out" þegar þeir koma á knattspyrnuvöll og missa ráð og rænu í ákveðinn tíma. Þessi kenning krefst þó meir rannsókna.

Kveðja frá Noregi.

Hannes 


22. júní 2007

Góðan dag.

 Frá Noregi er allt gott að frétta. Mikið að gera í vinnu um þessar mundir, en svona er það líklega hjá öllum. Á mánudaginn var, ók ég til sveitarfélags sem nefnist Engerdal. Þar var ég að vinna gegnum fyrirtækið mitt, við aðalskipulag sveitarfélagsins. Þar sé ég um allan kortahlutann. Engerdal liggur u.þ.b. 350 km. norðan Óslóar. Ég fór heimanað um 5 leitið og var kominn fyrir hálf níu. Fallegt verðu og ljómandi ferðalag. Það er fallegt í Engerdal, nokkuð há fjöll, stórt og stöðuvötn á flatlendi.

Öll börnin eru hjá okkur um helgina. Náði í Mæju og Jakob áðan. Þau voru búin að vera hér í 20 mín. þegar ég komst að því að þau voru morandi í lús. Nú er fyrsta hluta af aflúsun lokið, og næsti hluti verður í fyrramálið. Fremur ógeðfellt, en svona er það nú bara. Fór forvitnast um hlutina og komst að því að það hefur verið lúsafaraldur í skólanum hjá Jakobi, hef ekki heyrt ennþá frá leikskólanum. Mann klæjar allan svona rétt á meðan maður er að greiða þetta úr börnunum, en það er bara rétt á meðan.

Seinustu tvær nætur voru norskir gestir á Bjarnastöðum. Það var eldri hjón sem eru á vinabæjarmóti í Borganesi um helgina, og langaði til að sjá svolítið meira af Íslandi en bara Borgarfjörð. Heyrið frá þeim áðan, voru hin ánægðustu. Það er gott, enda þykir öllum gott að vera á Bjarnastöðum. Ætli Dúdda, móðursystir mín sé ekki á leiðinni þangað í dag, kannski er hún og Ágúst kominn þangað. Við verðum þar frá 12. júlí. Erum farinn að hlakka mikið til. Vonandi gefst tími til þess í ár að ganga Mælifellshnjúkinn, það hefur lengi verið á dagskránni hjá mér, en ekki gefist tími til ennþá.

Lauga frænka lánar húsið okkar hér í Noregi á meðan við erum á Íslandi, a.m.k. í júlí og fyrstu vikuna í ágúst. Ég vona bara að veðrið leiki við hana á meðan hún dvelur hér.

Kveðja frá Noregi

Hannes


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband